Bölvuð lygi hjá þér Óli.

Hann lýgur þessu atviki með olnbogaskotið og ætti að halda sig við vörubílaakstur í stað þess að ræða um veiði.

Sat beint á móti atvikinu þegar Ásgeir Börkur leikmaður Fylkis gaf Almarri olnbogaskot sem leiddi til þess að Almarr lá í blóði sínu á vellinum og þurfti umbúðir svo hann gæti klárað leikinn. Þetta var viljaverk - Almarr fiskaði ekki neitt. Enda mjög erfitt að slasa sjálfan sig til blóðs til þess eins að fiska.

Er harður FRAMari og tók eftir því að Fylkir spilaði mjög fast og oft á tíðum tuddalegann fótbolta. Enda kannski ekki skrítið með Óla Þórðar í brúnni. Hef alltaf haft mikið álit á þessum manni en þessi ummæli eru ekki af hinu góða.

Skrítið líka að hann tali stöðugt um FRAMara í stað þess að nefna nöfnin þeirra. Hann ætti að þekkja þá með nafni eftir að hafa þjálfað þá sjálfur.

Ánægður með sigur minna manna!


mbl.is Ólafur: Dómarinn eyðilagði leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er sammála þér með spilamennsku Fylkis og yfirleitt liða sem Óli stýrir. Þau spila mjög fast og það gerðu Framarar líka undir hans stjórn. Ég var ekki á þessum leik þannig að ég sá ekkert af umræddum atriðum. En ég var aftur á móti á leik Keflavíkur og Fram um daginn, og það sem sumir og þá sérstaklega einn áhangandi Frammara æsti sig yfir öllum ákvörðunum slaks dómara þess leiks. Allar aukaspyrnur dæmdar á Fram voru rangar og allar aukaspyrnur dæmdar á Keflavík réttlættu spjöld í mismunandi litum. Þetta kallar maður blindni.

Gísli Sigurðsson, 25.6.2010 kl. 09:13

2 identicon

Ég sá þetta í sjónvarpi og þarna gerði óli sig að algjörum kjána því ekki var Almarr að fiska eitt eða neitt, en svona er þetta með lið sem hann þjálfar, þau spila oft á tíðum íþrótt sem á lítið skilt við fótbolta.

Vona að óli fái nokkra leiki í bann fyrir sína hegðun.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:38

3 identicon

Ólafur og Fylkismenn eru að verða knattspyrnunni til skammar. Framkoma þeirra gagnvart dómurum og jafvel starfsmönnum liða sem þeir eru að spila á móti er þeim til skammar. Væri ekki nær að nota krafta sína til að spila betur og hætta að rífa kjaft.  Kraftakarlinn Óli er ekki á réttri braut með Fylkisliðið, nema hann ætli því að vinna flestu spjöldin í deildinni. Ömurlegt þegar menn kenna allt og öllu um, nema sjálfum sér.

Björn Ólafs (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Bjarnason
Kristinn Bjarnason

Eldri færslur

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband